Alveg er það merkilegt hvernig eitt af mínum uppáhalds hlutum geta verið leiðinlegir...já í þessu tilfelli er það kaffihúsa hopp. Við unnum já víst ítali í kvöld og til hamingju allir íslendingar nær sem fjær með þann áfanga sem er víst jafn sjalgjæfur og gos í Öskju, en það er svo önnur saga, at the matter at hand, kaffihúsaráp á kvöldin. Ég einhvern vegin rölti á svona öll þessi helstu kaffihús en einhvern vegin "fann" mig hvergi...kannski var ég ekki að leita að mér heldur einhverju öðru...hvað um það, þá er ég bara komin heim í náttföt og stelpurnar á leið til mín í dvd,popp og súkkulaðiís, svaka fínt.
Annað í fréttum er það að ég er komin með nýja vinnu, ég er "hausinn" á Maru, japanska staðnum í Aðalstrætinu, allir að koma í miso súpu og sushi til mín, voða mikið nammi namm og mikið hollt, já já. Það er frekar gaman að vera falin þessi ábyrgð og þetta verkefni, nú er bara að standa sig!!
Ég er loksin loksins byrjuð af alvöru að læra á mótorhjól og er búin með tvo tíma og stelpan stendur sig víst bara vel, even born to ride.....Þetta er allavega ekkert smá gaman.
Í tímanum í dag var ég að keyra um keilur (prófæfing) og var svo bara eitthvað sjálf að krúsa (hljómar betra en að hjóla) og lúkka í leðrinu. Stór partur af sportinu er leðrið og krafturinn á milli lappanna, ef þú veist hvað ég meina ;) og já frelsið og vindurinn á andlitinu og það allt.
Þráðlaust net er snilld!! ég er t.d núna að "stela" frá 22, þeim ágætis stað.
Heyrru,jú marr er víst á leiðinni á Reading í Leeds í næstu viku, ekki alveg komið á hreint en stefnir allt í það, engvir smá tónleikar þar á ferð og bara sem dæmi er The Hives, Darkness, Roots,White Stripes, Jurassic 5, 50 cent, Placebo,Green day, Ash, Frans Ferdinand og svo margir fleiri, nú er bara að redda sér vinnulega séð..hmmm....
Menningarnótt framundan og ég verð í 3 vinnum frá 10.30 og eflaust til svona 5, hressandi það, en ef ég þekki mig rétt mun ég kíkja út eftir það....
jæja Anna panna mín er mætt og ég er farin í ástsjúka dvd pakkann :)
ciao bella
fimmtudagur, ágúst 19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli